
Ríkisstjórnarinnar 2017-2024 verður líklega minnst fyrir kyrrstöðu og ákvarðanaleysi. Hún var innbyrðis ósammála um nær allt og kom því litlu í verk. Það hafa margir gert góðlátlegt grín að þessari staðreynd. En raunveruleikinn, sem blasir nú við, er langt frá því að vera fyndinn. Á síðasta kjörtímabili jókst innviðaskuld samfélagsins úr 420 milljörðum króna í 680 milljarða samkvæmt skýrslu SI og Félags ráðgjafarverkfræðinga. Hér erum við að tala um 290 milljarða aukningu, sem slagar í heildarútflutningsverðmæti íslensks sjávarútvegs á ársgrundvelli.
Þrátt fyrir að núverandi minnihluta Alþingis sé tíðrætt um mikilvægi verðmætasköpunar og atvinnufrelsis staldrar maður við þegar afraksturinn er borinn á borð. Bein afleiðing af innbyrðis deilum síðustu ríkisstjórnar er stöðnun í atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, og samdráttur tækifæra um land allt. Það er arfleifð
...