
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Þeir borgarfulltrúar sem nú standa að myndun meirihluta í borgarstjórn greiddu atkvæði gegn því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fengju að leggja fram bókun á borgarstjórnarfundi í gær. Bókunin varðaði þá afstöðu flokksins að óviðunandi væri að svokallað húsnæðisátak í Grafarvogi yrði þvingað fram á forsendum ofurþéttingarstefnu vinstriflokkanna. Slíkar hugmyndir þyrfti að útfæra í góðri sátt og með raunverulegu samráði við íbúa viðkomandi hverfa.
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segir að höfnun þess að bóka téða afstöðu gangi í berhögg við 26. grein sveitarstjórnarlaga, þar sem kveðið er á um að þeir sem hafi rétt til að taka þátt í umræðum í sveitarstjórn eigi rétt á að fá bókaðar í fundargerð stuttar athugasemdir um afstöðu til þeirra mála sem til umræðu eru.
...