Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Klasa, segir fyrirhugaða hækkun gatnagerðargjalda í Reykjavík munu hækka kostnað við íbúðir, og þar með íbúðaverð, verulega. „Hækkun gatnagerðargjalda mun að jafnaði þýða kostnaðarauka …
Ingvi Jónasson
Ingvi Jónasson

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Klasa, segir fyrirhugaða hækkun gatnagerðargjalda í Reykjavík munu hækka kostnað við íbúðir, og þar með íbúðaverð, verulega.

„Hækkun gatnagerðargjalda mun að jafnaði þýða kostnaðarauka upp á 2,3 til 2,5 milljónir á íbúð í tilteknu verkefni sem við erum að fara af stað með á Ártúnshöfða. Heildargjaldtaka á hverja íbúð er í því dæmi orðin 5,5 milljónir auk annarra kostnaðarsamra liða í innviðasamningum,“ segir Ingvi í samtali við ViðskiptaMoggann í dag.

Löng bið eftir leyfum

Nýverið sagði lögfræðingur borgarinnar við Morgunblaðið að tafir á uppbyggingu á úthlutuðum lóðum kostuðu borgina fé. Tafirnar kosta húsbyggjendur líka

...