
Stefán Vagn Stefánsson
Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú birt þingmálaskrá sína, en skráin felur í sér yfirlit um þau mál sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á þinginu ásamt áætlun um hvenær þeim verður dreift. Þingmálaskráin hefur vakið athygli, ekki síst vegna þess að stór hluti hennar byggir á málum sem þegar voru í undirbúningi hjá fyrri ríkisstjórn. Það vekur upp spurningar um hversu illa hafi í raun verið stjórnað áður, eins og gefið var í skyn af núverandi valdhöfum, í ljósi þess hve margt er nú tekið upp á ný af sömu aðilum og gagnrýndu fyrri stjórn harðlega. Vitanlega gefur þetta til kynna að fjölmörg mikilvæg og brýn mál hafi verið í farvegi og staða þjóðarbúsins hafi verið góð.
Hvar eru kosningaloforðin?
Við yfirlestur þingmálaskrárinnar sést að sum af þeim kosningaloforðum sem voru sett fram
...