
Guðni Ágústsson
Sæll Daði Már Kristófersson! Þegar þú ungur drengur stóðst á hlaðinu í Reykholti og horfðir yfir hið fagra hérað Borgarfjörð, þá hreifstu af hinni miklu fegurð og landgæðum sem blöstu við í ríki Snorra Sturlusonar! Gróið hérað glæsileg lönd bænda og landbúnaðarins, jarðhiti, blómleg bændabýli og gott undir bú. Þú hefur hugsað til Snorra og bókfellanna sem nautin gáfu til að skrifa sögu Íslands og Norðurlandanna. Þú hefur heillast af þeim tækifærum sem landbúnaðurinn gaf og gæti enn gefið þjóð þinni. Þú hugsaðir um að gaman væri að mennta þig í landbúnaðarfræðum og árið 2000 útskrifaðistu með B.Sc.-gráðu í landbúnaðarfræðum frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Sama ár sóttir þú þér meistaragráðu frá Agricultural University í Noregi, allt eftir hagfræðinámið.
Þú hefur sem landbúnaðarhagfræðingur sinnt landbúnaði og oft flutt
...