
— AFP/Geoff Robins
Átján slösuðust í fyrrakvöld þegar farþegaþota bandaríska flugfélagsins Delta Air Lines endaði á hvolfi eftir misheppnaða lendingu sína í Toronto í Kanada. Um borð voru 80 manns, 76 farþegar og fjórir í áhöfn, og þykir mikil mildi að ekki hafi farið mun verr.
Stjórnendur Delta hafa heitið rannsókn á atvikinu, en mikil snjókoma var í nágrenni Toronto-flugvallar skömmu áður en vélin kom þar til lendingar.
Mun það hafa skipt sköpum hversu vel vélin, sem var af gerðinni CRJ-900, var hönnuð, en vængir vélarinnar brotnuðu af við atvikið og komu þannig í veg fyrir að skrokkur vélarinnar færi í sundur.