„Ég held að þekkingin hafi tapast áður en Nýsköpunarmiðstöð var lögð niður, en þar var tækjabúnaður, aðstaða og þekking til staðar til prófana á byggingarefnum og til rannsókna. Einnig hafði Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins gert verklegar …
Húsbyggingar Iðnaðurinn kallar eftir útbótum í byggingarmálum.
Húsbyggingar Iðnaðurinn kallar eftir útbótum í byggingarmálum. — Morgunblaðið/Eggert

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Ég held að þekkingin hafi tapast áður en Nýsköpunarmiðstöð var lögð niður, en þar var tækjabúnaður, aðstaða og þekking til staðar til prófana á byggingarefnum og til rannsókna. Einnig hafði Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins gert verklegar leiðbeiningar um hvernig standa ætti að ýmsum verklegum þáttum, kallað RB-blöð, sem var gagnlegt fyrir markaðinn,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, SI, í samtali við Morgunblaðið.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands var lögð niður 1. júlí 2021 en Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins var þá orðin hluti af henni og fór þ.a.l. sömu leið. Aðilar í byggingariðnaði hafa lýst áhyggjum yfir stöðu þeirra mála hér á landi, en ný efni, aðferðir og útfærslur flæði nú inn í landið, en mikilvægt sé að óháð fagfólk kanni hvernig efni

...