
Grindavík gerði góða ferð í Garðabæinn í gærkvöldi og sigraði Stjörnuna, 66:62, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Var leikurinn sá fyrsti í 18. umferðinni en umferðinni lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Grindvíkingar eru í 8.-9. sæti með 12 stig, sex stigum fyrir ofan botnlið Aþenu sem er í slæmum málum. Stjarnan er í 6.-7. sæti með 14 stig, eins og Valur. » 22