„Kannski var mér ekki kunnugt um það, enda er það ekki ég – þótt það komi fram í þínu góða blaði Inga Sæland fékk einhverjar upplýsingar eða leiðbeiningar eða hvernig sem fyrirsögnin er – það var ekki ég, það eru starfsmenn Flokks…
Grandalaus Ingu Sæland var ekki kunnugt um samskipti starfsmanns flokksins, sonar hennar, við Skattinn.
Grandalaus Ingu Sæland var ekki kunnugt um samskipti starfsmanns flokksins, sonar hennar, við Skattinn. — Morgunblaðið/Eyþór

Andrea Sigurðardóttir

andrea@mbl.is

„Kannski var mér ekki kunnugt um það, enda er það ekki ég – þótt það komi fram í þínu góða blaði Inga Sæland fékk einhverjar upplýsingar eða leiðbeiningar eða hvernig sem fyrirsögnin er – það var ekki ég, það eru starfsmenn Flokks fólksins, ég er ekki innanbúðar þar,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og ráðherra, í samtali við Morgunblaðið eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær, þegar hún var spurð út í fyrri ummæli sín um að henni hefði ekki verið kunnugt um að flokkurinn væri ekki skráður á stjórnmálasamtakaskrá Skattsins fyrr en síðasta haust.

Gögn sýna að flokkurinn sendi tilkynningu um skráningu snemma árs 2024 og er Inga meðal þeirra sem undirrita tilkynninguna. Skatturinn svaraði tilkynningunni með tveimur athugasemdum og leiðbeiningu.

...