
Bankastjóri Arion banka sendi bréf, fyrir hönd stjórnar bankans, seint síðasta föstudag þar sem lýst er yfir vilja til að sameinast Íslandsbanka. Sá svaraði skömmu síðar áhugasamur. Augljóslega hefur Íslandsbanki vitað að þetta bréf Arion væri að koma.
Tímasetningin er heldur ekki tilviljun enda ríkisstjórnin sama dag að tilkynna hvernig staðið verði að sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka. Tilboðsbækurnar þrjár kynntar þar sem almenningur nýtur forgangs við úthlutun. Að sögn fjármálaráðuneytisins mun hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi ráða ríkjum. Merkilegt að ekki hafi verið hægt að setja fram fleiri gildishlaðin orð í yfirlýsingu ráðuneytisins. Hefði kannski getað bent á að nú er salan framkvæmd með Ingu Sæland í ríkisstjórn. Áður hafði hún sett á stefnu eldhúsflokksins að selja ekki Íslandsbanka, stóð stolt á móti því síðast en er nú í þægilegum ráðherrastól.
...