Það er athyglisvert að í Silfrinu um daginn sögðu oddvitar flokkanna í borginni að þeir vildu hlusta á kjósendur. Það væri þá líklega ráð að þrengja að bílnum þegar almenningssamgöngur hafa verið bættar og hafa sannað sig.
Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, hefur sérfræðiþekkingu á þéttingu byggðar.
Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, hefur sérfræðiþekkingu á þéttingu byggðar. — Morgunblaðið/Karítas

Klasi er eitt helsta fasteignaþróunarfélag landsins. Það hefur þróað og byggt upp 700 íbúða hverfi í Smárabyggð, suður af Smáralind, og undirbýr nú meðal annars uppbyggingu íbúða og atvinnuhúsnæðis á Ártúnshöfða og í Norður-Mjódd. Árið 2017 lét fyrirtækið kanna, er það var að undirbúa uppbygginguna í Smárabyggð, hvernig íbúðum og umhverfi markaðurinn var að kalla eftir og var tekið mið af því við útfærslur og hönnun. Verkefnið í Smárabyggð hefur gengið vel síðan fyrstu íbúðirnar komu á markað 2019 og hafa nú selst íbúðir í hverfinu fyrir um 40 milljarða að núvirði.

Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, tekur á móti blaðamanni á skrifstofu fyrirtækisins á 8. hæð á Suðurlandsbraut 4 en þaðan er mikið útsýni yfir borgina og út á sundin. Fyrirtækið mun reyndar senn flytja í nýja skrifstofubyggingu sem Klasi er að reisa í Silfursmára 12 en á því svæði, milli Smáralindar og Smárabyggðar, áformar Klasi

...