Um árabil hefur verið þrengt að bílnum án þess að bjóða neitt í staðinn

Hvernig vilja ­borgarbúar búa og hvernig vill það fólk, sem ráðið hefur ferðinni í borginni, að borgar­búar búi? Þarna á milli er himinn og haf.

Ingvi Jónsson, framkvæmda­stjóri fasteignaþróunarfélagsins Klasa, er í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag. Þar rekur hann meðal annars niðurstöður könnunar sem hann lét gera til að átta sig á áherslum og þörfum fólks þegar það velur sér stað til búsetu.

Samkvæmt könnuninni, sem Maskína gerði, fara 75% borgarbúa oftast til og frá vinnu eða í skóla á bíl, 11% ganga, 7,4% taka strætó og 3,5% hjóla.

80% svarenda töldu að miklu máli skipti að hafa aðgengi að bílastæði eða sérmerktu stæði við heimili. Aðeins 6,2% sögðu bílastæði skipta litlu eða engu máli.

Ingvi bendir á að samkvæmt könnuninni séu að meðaltali 1,58 bílar á heimili, en á miðlægum stöðum sé viðmið borgarinnar að bjóða upp á hálft stæði á hverja íbúð.

„Morgunblaðið hefur fjallað um hæga sölu íbúða sem ekki eru með bílastæði og það rímar

...