
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Dúettinn Amor Vincit Omnia gaf síðla árs í fyrra út sína fyrstu stuttskífu, brb babe, þar sem áhrifa gætir úr ólíkum áttum og þá meðal annars frá hipphoppi og house-tónlist. Dúettinn skipa þau Erla Hlín Guðmundsdóttir og Baldur Skúlason og setti blaðamaður sig í samband við Erlu til að forvitnast um dúettinn og plötuna.
Erla er í fyrstu spurð að því hvaðan hið forvitnilega nafn sveitarinnar komi, Amor vincit omnia, sem er latína og þýðir „ástin sigrar allt“. „Nafnið kom þegar að við vorum að gera textann við lagið sem ber sama nafn, „Amor Vincit Omnia“. Okkur langaði að finna einhvern frasa um ástina sem væri klisjukenndur og dramatískur, því lagið fjallar um að vilja giftast einhverjum við fyrstu sýn. Þessi frasi festist
...