Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson

Víkingar hafa staðfest komu Gylfa Þór Sigurðssonar til félagsins en þeir keyptu hann af Valsmönnum.

Gylfi er að hefja sitt annað tímabil á Íslandi eftir að hafa farið 15 ára gamall frá Breiðabliki til Reading árið 2005. Hann kom til liðs við Valsmenn fyrir síðasta tímabil og skoraði 11 mörk í 19 leikjum fyrir þá í Bestu deildinni, ásamt því að spila sex leiki fyrir félagið í bikarkeppni og Evrópukeppni.

Hann átti langan og farsælan feril sem atvinnumaður með Reading, þar sem hann var til að byrja með lánaður til Crewe og Shrewsbury, síðan með Hoffenheim í Þýskalandi og með Swansea, Tottenham og Everton í ensku úrvalsdeildinni.