„Tilfinningarnar eru mjög blendnar,“ sagði Danijel Dejan Djuric í samtali við Morgunblaðið en hann skrifaði á mánudaginn undir þriggja ára samning við króatíska knattspyrnufélagið Istra. Danijel, sem er 22 ára gamall, er uppalinn hjá…

Istra Danijel Dejan Djuric skrifaði undir þriggja ára samning í Króatíu á mánudaginn og verður ekki með Víkingum gegn Panathinaikos í Aþenu.
— Ljósmynd/Víkingur
Króatía
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Tilfinningarnar eru mjög blendnar,“ sagði Danijel Dejan Djuric í samtali við Morgunblaðið en hann skrifaði á mánudaginn undir þriggja ára samning við króatíska knattspyrnufélagið Istra.
Danijel, sem er 22 ára gamall, er uppalinn hjá Breiðabliki en hann gekk til liðs við Víking úr Reykjavík frá Midtjylland í Danmörku um mitt sumar árið 2022.
Sóknarmaðurinn varð bikarmeistari með Víkingum sama ár og Íslands- og bikarmeistari með Víkingum tímabilið 2023 en alls skoraði hann 24 mörk í 65 leikjum með Víkingum í Bestu deildinni.
Hann verður ekki með liðinu í síðari leiknum gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar sem fram fer
...