Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands, Marco Rubio og Sergei Lavrov, ákváðu í gær á fundi sínum í Ríad í Sádi-Arabíu að skipa samninganefndir til þess að ræða endalok stríðsins í Úkraínu. Tammy Bruce, talsmaður bandaríska…

Ríad Ríkin tvö sögðu fundinn hafa lagt grunn að frekari samskiptum. Frá vinstri: Steve Witkoff, Marco Rubio og Mike Waltz, prinsinn Faisal bin Farhan al-Saud og Mosaad bin Mohammad al-Aiban, Júrí Úsjakov og Sergei Lavrov.
— AFP/Evelyn Hockstein
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands, Marco Rubio og Sergei Lavrov, ákváðu í gær á fundi sínum í Ríad í Sádi-Arabíu að skipa samninganefndir til þess að ræða endalok stríðsins í Úkraínu.
Tammy Bruce, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í sérstakri yfirlýsingu um fundinn að nefndirnar ættu að vera skipaðar háttsettum embættismönnum og að þeim yrði falið að binda enda á átökin í Úkraínu eins fljótt og auðið væri á hátt sem væri „varanlegur, sjálfbær og ásættanlegur fyrir alla aðila.“ Sagði Bruce að eitt símtal og einn fundur væri ekki nóg til þess að koma á friði, en að fundurinn í gær hefði verið „mikilvægt skref fram á við.“
Fundurinn í gær var sá fyrsti á milli háttsettra
...