
Hið ljúfa líf
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Í síðustu viku lagði kollegi minn Stefán Einar þennan dálk undir agalega fallegt úr sem IWC lét smíða í tilefni af ári snáksins.
Ég hef haft afskaplega gaman af að fylgjast með hvaða árstíðabundnu vörur lúxusfyrirtækin setja á markað í tilefni af kínverska nýárinu og þar hafa úraframleiðendurnir í Sviss ekki látið sitt eftir liggja. Það fer auðvitað ekki á milli mála hvað fyrirtækjunum gengur til enda er kínverska nýárið meiri háttar viðburður um alla Asíu og til siðs að gefa ástvinum gjafir þegar nýtt tunglár gengur í garð.
Það þarf í sjálfu sér ekki að hafa svo mikið fyrir því að búa til snoturt nýársúr og er það t.d. orðið hefð hjá Jaeger-LeCoultre að markaðssetja stílhreina sérútgáfu af Reverso-úrinu þar sem á bakhliðinni er að finna útskorna mynd með vísan til nýja
...