Hagavatnsvirkjun ehf. áformar að reisa 9,9 MW vatnsaflsvirkjun við Hagavatn, sunnan Langjökuls í Bláskógabyggð. Unnið er að frumhönnun virkjunarinnar sem hlotið hefur heitið Hagavatnsvirkjun og hefur félagið nú lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna…
Hagavatn Gert er ráð fyrir að vatnsborðið geti orðið allt að 23 km². Stækkun vatnsins er talin hafa jákvæð áhrif á uppfok svifryks til skamms tíma.
Hagavatn Gert er ráð fyrir að vatnsborðið geti orðið allt að 23 km². Stækkun vatnsins er talin hafa jákvæð áhrif á uppfok svifryks til skamms tíma. — Ljósmynd/Umhverfismatsskýrsla COWI

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Hagavatnsvirkjun ehf. áformar að reisa 9,9 MW vatnsaflsvirkjun við Hagavatn, sunnan Langjökuls í Bláskógabyggð. Unnið er að frumhönnun virkjunarinnar sem hlotið hefur heitið Hagavatnsvirkjun og hefur félagið nú lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum virkjunarinnar í skipulagsgátt.

Áhugi hefur verið á því um árabil að virkja við Hagavatn en greint var frá því í Morgunblaðinu á árinu 2019 að ákveðið hefði verið að stefna að byggingu 9,9 MW virkjunar í stað 18 MW virkjunar sem áður var áformað. Hefur það verið talinn umhverfisvænni kostur.

„Með endurheimt Hagavatns er vonast til að gróðurþekja aukist og að svifryksmengun minnki með bættum lífsgæðum á svæðinu og í byggð, einkum í uppsveitum Árnessýslu. Tilgangurinn með

...