
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Hagavatnsvirkjun ehf. áformar að reisa 9,9 MW vatnsaflsvirkjun við Hagavatn, sunnan Langjökuls í Bláskógabyggð. Unnið er að frumhönnun virkjunarinnar sem hlotið hefur heitið Hagavatnsvirkjun og hefur félagið nú lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum virkjunarinnar í skipulagsgátt.
Áhugi hefur verið á því um árabil að virkja við Hagavatn en greint var frá því í Morgunblaðinu á árinu 2019 að ákveðið hefði verið að stefna að byggingu 9,9 MW virkjunar í stað 18 MW virkjunar sem áður var áformað. Hefur það verið talinn umhverfisvænni kostur.
„Með endurheimt Hagavatns er vonast til að gróðurþekja aukist og að svifryksmengun minnki með bættum lífsgæðum á svæðinu og í byggð, einkum í uppsveitum Árnessýslu. Tilgangurinn með
...