
Átök Ana Clara Paz úr Stjörnunni með boltann í leiknum við Grindavík í gær. Í bakgrunninum voru mikil átök þar sem þrír leikmenn féllu í gólfið.
— Morgunblaðið/Karítas
Grindavík gerði góða ferð í Garðabæinn í gærkvöldi og sigraði Stjörnuna, 66:62, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Var leikurinn sá fyrsti í 18. umferðinni en umferðinni lýkur í kvöld með fjórum leikjum.
Grindvíkingar eru í 8.-9. sæti með 12 stig, sex stigum fyrir ofan botnlið Aþenu sem er í slæmum málum. Stjarnan er í 6.-7. sæti með 14 stig, eins og Valur.
Leikurinn var kaflaskiptur. Stjarnan var með 20:18-forskot eftir fyrsta leikhluta en Grindavík var yfir í hálfleik, 37:29.
Stjarnan svaraði með góðum þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 51:49, Stjörnunni í vil. Grindavík var hins vegar sterkari aðilinn í fjórða leikhluta og sigldi sigrinum í höfn.
Mariana Duran
...