Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið að vandræða vegna styrkjamáls Flokks fólksins sé að leita í fjármálaráðuneytinu og framkvæmd þess á útgreiðslum framlaga til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði

Ríkisstjórn Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í viðtali.
— Morgunblaðið/Eyþór
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið að vandræða vegna styrkjamáls Flokks fólksins sé að leita í fjármálaráðuneytinu og framkvæmd þess á útgreiðslum framlaga til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði.
Blaðamaður ræddi við Daða Má eftir ríkisstjórnarfund í gær og innti hann eftir því hvort upplýsingar frá ríkisskattstjóra um að Flokkur fólksins hefði fengið leiðbeiningu um hvernig bæta mætti úr skráningu flokksins kollvarpaði ekki ákvörðun hans. Hún var sérstaklega reist á þeim rökum að opinbera leiðbeiningu hefði skort.
Hann telur svo ekki vera.
„Okkar könnun var á meðferð umsóknarinnar inni í ráðuneytinu, ekki á samskiptum við
...