” Hvað viðbótarsparnað varðar er niðurstaðan hins vegar skýr – það er aldrei of seint að byrja að leggja fyrir þrátt fyrir að einhver ár hafi þegar liðið á vinnumarkaði. Því langar mig að hvetja þau sem ekki hafa nýtt sér viðbótarsparnað til að kynna sér þetta sparnaðarform og hefja sparnaðinn sem fyrst því að til mikils er að vinna.

Lífeyrissparnaður
Hjörleifur Arnar Waagfjörð
Forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka
Á myrkum fimmtudegi, hálf fimm síðdegis á síðustu mánuðum ársins, stendur miðaldra maður við kaffivélina og spyr sig þessarar áleitnu spurningar úr samnefndu lagi okkar ástkæra tónlistarmanns, hans heitinnar hátignar Prins Póló. En hvað þá um viðbótarlífeyrissparnað, er of seint fyrir mig að byrja núna?
Viðbótarlífeyrisparnaður
Á lífsleiðinni tökum við öll allnokkrar stórar ákvarðanir. Sumar eru mældar í peningum eða eignum á borð við fasteignir eða sparnað ýmiss konar. Aðrar snerta þætti sem hafa djúpstæð áhrif á líf okkar, svo sem fjárfestingu í menntun, fjölskyldu, persónulegum tengslum eða eigin
...