
Hjördís María Karlsdóttir.
Hvað eru fasteignafélög og hvað er leigumarkaður?
Fasteignafélög eru félög sem kaupa upp heilu blokkirnar og leigja þær út í ár hið minnsta og svo selja blokkirnar aftur fyrir hærri upphæðir. Fasteignafélög eru einnig vandamál Íslands. Tökum dæmi. Ónefnt fasteignafélag úti á landi keypti nýbyggingu, leigði nokkrar íbúðir til barnafjölskyldna og henti þeim svo út, einni í einu.
Nú er komið að okkar fjölskyldu. Við erum með þriggja mánaða strák og þrjá ketti og þau ætla að henda okkur út, vitandi að ekkert er húsnæðið í bæjarfélaginu okkar sem t.d. leyfir dýr. Fólk hefur komið til okkar og sagt okkur að það sé sniðugt fyrir okkur að kaupa húsnæði en staðan er þannig að við erum að borga gamlar skuldir sem fóru fram yfir á tíma. Það kemur í veg fyrir að við getum keypt, þannig
...