Bandaríkjamenn og Rússar ætla að skipa sendinefndir til þess að hefja friðarviðræður um Úkraínustríðið. Þetta var ein helsta niðurstaða fundar utanríkisráðherra ríkjanna, sem fór fram í Ríad í gær. Sögðu bæði ríki að fundurinn hefði verið mjög…
Ankara Selenskí og Erdogan ræddu stöðuna í Úkraínustríðinu í gær.
Ankara Selenskí og Erdogan ræddu stöðuna í Úkraínustríðinu í gær. — AFP/Adem Altan

Bandaríkjamenn og Rússar ætla að skipa sendinefndir til þess að hefja friðarviðræður um Úkraínustríðið. Þetta var ein helsta niðurstaða fundar utanríkisráðherra ríkjanna, sem fór fram í Ríad í gær.

Sögðu bæði ríki að fundurinn hefði verið mjög gagnlegur, en helsti tilgangur hans var að hefja það ferli að koma samskiptum stórveldanna tveggja aftur í gott horf.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti heimsótti Erdogan Tyrklandsforseta í Ankara í gær. Gagnrýndi Selenskí þar Ríad-fundinn, en Úkraínumönnum var ekki boðið til hans. Lagði Selenskí til að ESB, Bretar og Tyrkir ættu aðild að viðræðum um endalok Úkraínustríðsins.

Erdogan sagði að fullveldi Úkraínumanna og yfirráð yfir þeirra landsvæði sínu væri ekki til umræðu. Þá sagði hann að Tyrkir væru reiðubúnir að hýsa friðarviðræður

...