
Fyrir langalöngu sat ég nokkur námskeið í hagsögu við háskóla í Búenos Aíres. Þar var mér kennt að verndarstefna hefði eyðilagt argentínska hagkerfið en hafði aftur á móti reynst nokkuð vel í Brasilíu.
Brasilía fór þá leið að leggja mjög háa tolla á vörur á borð við bifreiðar og heimilistæki til að þvinga alþjóðleg stórfyrirtæki til að reisa verksmiðjur sínar í landinu. Þetta gat Brasilía gert í krafti stærðar sinnar en í þessu eina landi býr tæpur helmingur allra íbúa Suður-Ameríku og ekki flókið reikningsdæmi fyrir bíla- og þvottavélaframleiðendur að fá það út að betra væri að opna verksmiðjur í Brasilíu en að láta keppinautana sitja eina að þessum 200 milljóna manna markaði.
Viðskiptaumhverfið er ekkert sérstaklega gott í Brasilíu, regluverkið flókið og skattarnir íþyngjandi, en tollastefnan virkaði eins og til stóð og framleiðir Brasilía
...