
Norðurlandamóti í skólaskák lauk sl. sunnudag en teflt var á Hótel Borgarnesi. Svo sem venja stendur til fer þessi keppni fram í fimm aldursflokkum, allt frá 10 ára og yngri til 17-20 ára. Þessi staða kom upp í elsta aldursflokknum þar sem Benedikt Briem (2193) hafði svart gegn Svíanum Axel Kleist (1986). 48. …Rxe5+! 49. fxe5 hvítur hefði einnig tapað eftir 49. Kf5 Rxf7. 49. … Hd4+ 50. Kf5 Dc2+! og hvítur gafst upp enda mát eftir 51. Ke6 Dc8+ 52. Ke7 Dd8+ 53. Ke6 Dd7#. Alþjóðlegi meistarinn Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2370) varð Norðurlandameistari í elsta aldursflokknum með 5 1/2 vinning af 6 mögulegum og Benedikt Briem hreppti bronsið. Í öðrum aldursflokkum náðu íslenskir keppendur ekki verðlaunasæti en í yngsta aldursflokknum deildi Haukur Víðis Leósson fjórða sætinu, sjá nánar um mótið á skak.is.