Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri og eigandi CenterHótelanna, segir framkvæmdir hafnar við stækkun CenterHótels Granda á Seljavegi en norðurendi hússins verður innréttaður sem hótel og hækkaður um tvær hæðir
— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri og eigandi CenterHótelanna, segir framkvæmdir hafnar við stækkun CenterHótels Granda á Seljavegi en norðurendi hússins verður innréttaður sem hótel og hækkaður um tvær hæðir.

„Við erum komin á fullt og byrjum vonandi að rífa efstu hæðina í næstu viku. Síðan ætlum við að hækka húsið og við stefnum að því að loka byggingunni í apríl,“ segir Kristófer en áformað er að ljúka framkvæmdum í janúar á næsta ári og þá verður húsið jafn hátt Mýrargötumegin og það er í vesturhlutanum til móts við Vesturgötu. Norðurendi hótelsins sem verið er að breyta er um 900 fermetrar en að framkvæmdum loknum verður hótelbyggingin í heild tæpir tíu þúsund fermetrar.

CenterHótel Grandi er eitt

...