Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag hyggst Vilhjálmur Árnason formaður nefndarinnar leggja til að nefndin stofni til frumkvæðismáls um styrkjamálið svonefnda. Með því mun nefndin taka fyrir ákvörðun Daða Más Kristóferssonar,…

Vilhjálmur Árnason
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag hyggst Vilhjálmur Árnason formaður nefndarinnar leggja til að nefndin stofni til frumkvæðismáls um styrkjamálið svonefnda.
Með því mun nefndin taka fyrir ákvörðun Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að fara ekki fram á endurgreiðslu framlaga úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka, sem ekki uppfylltu lagaskilyrði þeirra.
Málið varðar fyrst og fremst Flokk fólksins, sem tekið hefur við 240 milljónum króna af opinberu fé í trássi við lög, en einnig Vinstri græna, sem ekki uppfylltu lagaskilyrðin fyrr en í fyrra.
„Þetta á ekki að taka mjög langan tíma, kannski mánuð,“ segir Vilhjálmur í samtali við blaðið. Fá
...