Bandarísku leikkonunni Julianne Moore er brugðið yfir þeim fréttum að bandarísk stjórnvöld hafi bannað barnabók hennar, sem nefnist Freckleface Strawberry og út kom 2007, í skólum landsins
Julianne Moore
Julianne Moore

Bandarísku leikkonunni Julianne Moore er brugðið yfir þeim fréttum að bandarísk stjórnvöld hafi bannað barnabók hennar, sem nefnist Freckleface Strawberry og út kom 2007, í skólum landsins. Frá þessu greinir Variety. Í færslu á Instagram skrifar Moore: „Freckleface Strawberry er hálfsjálfsævisaga um sjö ára stelpu sem líkar illa við freknur sínar, en sættir sig að lokum við þær þegar hún gerir sér grein fyrir því að hún, eins og allir aðrir, er öðruvísi. Þetta er bók sem ég skrifaði fyrir börnin mín og fyrir önnur börn til að minna þau á að við erum öll að kljást við eitthvað, en finnum samhljóm í mennsku okkar og samfélagi. Ég hlýt að velta fyrir mér hvað við myndabókina sé svo umdeilt að bandarísk stjórnvöld telji sig þurfa að banna hana. Þetta hryggir mig. Ég hélt aldrei að ég myndi verða vitni að svona í landi þar sem tjáningarfrelsið

...