Svíþjóð Arnór Sigurðsson er á leiðinni til Svíþjóðarmeistaranna.
Svíþjóð Arnór Sigurðsson er á leiðinni til Svíþjóðarmeistaranna. — Morgunblaðið/Óttar

Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson er að ganga til liðs við sænska knattspyrnufélagið Malmö. Það er sænski miðillinn Aftonbladet sem greinir frá þessu en Arnór, sem er 25 ára gamall, rifti samningi sínum við enska B-deildarfélagið Blackburn á mánudag. Miðjumaðurinn gekk til liðs við Blackburn að láni frá CSKA Moskvu í júní árið 2023 en í desember sama ár gekk hann alfarið til liðs við enska félagið. Daníel Tristan Guðjohnsen leikur með Malmö.