Þeir sem lagt hafa leið sína um Litlu Öskjuhlíð nýlega hafa veitt athygli gluggalausu timburhúsi eða skúr sem er verið að byggja vestan við aðalbyggingu Veðurstofunnar. Þetta verður ný mælistöð Geislavarna ríkisins sem mælir geislavirk efni í andrúmsloftinu
Nýbyggingin Hún lætur ekki mikið yfir sér nýja mælistöðin sem nú rís í Litlu Öskjuhlíð. Hlutverk hennar er hins vegar mikið fyrir heimsbyggðina.
Nýbyggingin Hún lætur ekki mikið yfir sér nýja mælistöðin sem nú rís í Litlu Öskjuhlíð. Hlutverk hennar er hins vegar mikið fyrir heimsbyggðina. — Ljósmynd/Björn Bjarnason

Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Þeir sem lagt hafa leið sína um Litlu Öskjuhlíð nýlega hafa veitt athygli gluggalausu timburhúsi eða skúr sem er verið að byggja vestan við aðalbyggingu Veðurstofunnar.

Þetta verður ný mælistöð Geislavarna ríkisins sem mælir geislavirk efni í andrúmsloftinu.

Það er Reykjavíkurborg sem stendur að þessu verki því nýi skúrinn kemur í stað eldri skúrs frá 1973, sem stendur austan við Veðurstofuna. Hann er í fullri notkun en verður að víkja fyrir nýrri íbúðabyggð á Veðurstofureit við Bústaðaveg.

Borgarráð samþykkti á fundi 17. desember síðastliðinn tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir reitinn, en þar er áformað að byggja allt

...