Fram hafa komið opinberlega tilgátur um að fyrirsvarsmenn Flokks fólksins kunni að hafa ráðstafað þessu fé til persónulegra þarfa sjálfra sín.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson

Jón Steinar Gunnlaugsson

Morgunblaðið hefur að undanförnu flutt fréttir af styrkveitingum úr ríkissjóði til Flokks fólksins samkvæmt lögum frá 2021 (breyting á lögum nr. 106/2006) til þess að standa straum af kostnaði við framboð þessara stjórnmálasamtaka til Alþingis og sveitarstjórna.

Í þessum lögum kemur fram að samtök sem sækja um styrki þurfi fyrir fram að framvísa gögnum um að þau eigi rétt á styrkjum en síðan eftir á að framvísa bókhaldsgögnum um að styrkirnir hafi verið notaðir til þeirra þarfa sem lögin kveða á um.

Morgunblaðið hefur aðallega sýnt fram á að Flokkur fólksins hefur ekki framvísað gögnum sem leggja þarf fram til að eiga rétt á framlögum. Þetta eru auðvitað þarfar upplýsingar þegar athugað er hvort þessi framboðsaðili hafi uppfyllt skilyrði til að fá styrki. Hefur blaðið sýnt fram

...