Skírn Pétur heldur á syni sínum Matthíasi til skírnar árið 1980 og faðir hans, Pétur Sigurgeirsson, sá um athöfnina í dómkirkjunni í Lundi.
Skírn Pétur heldur á syni sínum Matthíasi til skírnar árið 1980 og faðir hans, Pétur Sigurgeirsson, sá um athöfnina í dómkirkjunni í Lundi.

Pétur Pétursson fæddist á Akureyri 19. febrúar 1950 og ólst upp á Hamarsstíg 24 á Brekkunni. Pétur segist eiga góðar minningar frá Akureyri og einnig frá sveitadvöl á Syðra-Garðshorni í Svarfaðardalnum þar sem hann var þrjú sumur í sveit.

„Besti vinur minn var Kristján Jónsson, sem er núna bóndi í Húnavatnssýslu, en hann átti heima í Löngumýri. Við vorum alveg óaðskiljanlegir en leiðir skildi þegar ég fór í menntaskólann og hann fór í Iðnskólann.“

Pétur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1970 og þrátt fyrir að hann sé prestssonur og eigi ættir að rekja til fjölmargra presta, skráði hann sig fyrst í líffræði í Háskóla Íslands en breytti því og ákvað að læra þjóðfélagsfræði sem hann segir að hafi vakið áhuga sinn á þessum tíma.

„Þegar ég var í háskólanum var ég á sjó

...