
Bridget Jones: Mad About the Boy, sem er fjórða myndin um hina seinheppnu Bridget Jones, hefur slegið aðsóknarmet í Bretlandi í flokki rómantískra gamanmynda. Þessu greina bæði BBC og Variety frá og vísa til tilkynningar frá kvikmyndaframleiðandanum Universal. Þar kemur fram að á fyrstu fjórum dögunum frá frumsýningu hafi miðasala myndarinnar skilað ríflega tveimur milljörðum íslenskra króna í kassann í Bretlandi, en fyrra met átti önnur myndin í fjórleiknum, sem nefnist Bridget Jones: Edge of Reason, sem á sama tíma árið 2004 hafði skilað 1,7 milljörðum króna. Myndirnar um Bridget Jones eru byggðar á vinsælum skáldsögum breska blaðamannsins Helenar Fielding.
Samkvæmt upplýsingum frá FRÍSK (Félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði á Íslandi) hafa rúmlega 4.700 manns séð nýjustu Bridget Jones-myndina hérlendis frá því hún var frumsýnd
...