— Morgunblaðið/Eyþór

Kynngimagnað samspil ljóss og skugga dregur Engey á Kollafirði fram úr rökkrinu. Íslenska ríkið er nú eigandi Engeyjar, en getið er um fyrstu eigendur hennar í Njálu, þá bræður Glúm, Raga í Laugardal og Þórarin lögsögumann, syni Óleifs hjalta landnámsmanns. Af Óleifi segir í Landnámu, hann kom í Borgarfjörð og var fyrsta veturinn með Grími Kveldúlfssyni, betur þekktum sem Skalla-Grími.