Rekstrarniðurstaða Play fyrir síðasta ár var ekki í takt við væntingar að sögn Einars Arnar Ólafssonar forstjóra félagsins. Hann er þó bjartsýnn á viðsnúning í rekstrinum á þessu ári. Rekstrarniðurstaða flugfélagsins Play fyrir árið 2024 var neikvæð …
Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir að ekki sé þörf á hlutafjáraukningu eins og sakir standa nú hjá félaginu.
Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir að ekki sé þörf á hlutafjáraukningu eins og sakir standa nú hjá félaginu. — Morgunblaðið/Unnur Karen

Rekstrarniðurstaða Play fyrir síðasta ár var ekki í takt við væntingar að sögn Einars Arnar Ólafssonar forstjóra félagsins. Hann er þó bjartsýnn á viðsnúning í rekstrinum á þessu ári.

Rekstrarniðurstaða flugfélagsins Play fyrir árið 2024 var neikvæð um 30,5 milljónir bandaríkjadala eða 4,2 milljarða króna, borið saman við 23,0 milljóna bandaríkjadala rekstrartap árið 2023, einkum vegna örlítið lægri einingatekna.

Heildartap á fjórða ársfjórðungi nam 39,8 milljónum bandaríkjadala eða tæpum 5,5 milljörðum íslenskra króna. Bókfært heildartap fyrir árið 2024 var 66,0 milljónir bandaríkjadala eða 9,1 milljarður íslenskra króna, þar af er 24,1 milljón bandaríkjadala vegna niðurfærslu á yfirfæranlegu skattalegu tapi.

Heildartekjur á árinu 2024 voru 292,2 milljónir bandaríkjadala eða 40,3 milljarðar

...