
Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, er fluttur heim til Íslands eftir þriggja ára víking í Orlando í Flórída í Bandaríkjunum. „Ég flutti út með alla fjölskylduna. Markmiðið var að koma á fót fyrsta útibúi Sahara á erlendri grundu og kynnast markaðinum. Á þessum þremur árum byggði ég upp teymi og kynnti þjónustu Sahara þarna úti en sinnti líka íslenskum verkefnum í fjarvinnu,“ segir Sigurður í samtali við ViðskiptaMoggann.
Spurður nánar um ástæðu útrásarinnar segir Sigurður að hún endurspegli metnað fyrirtækisins. „Við vorum búin að ná ágætri fótfestu á Íslandi og orðin vel þekkt fyrir það sem við stöndum fyrir; þunga áherslu á stafræna markaðssetningu í bland við hefðbundna auglýsingagerð. Við höfðum unnið að erlendri markaðssetningu fyrir mörg íslensk fyrirtæki, sérstaklega í ferðaþjónustunni, og í gegnum þá vinnu sáum við að við ættum fullt erindi
...