ViðskiptaMogginn leitaði til Alexanders J. Hjálmarssonar hjá Akkri – Greiningu og ráðgjöf til að fara yfir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka.

Við fyrstu sýn virðist einfalda svarið við samruna bankanna vera að það gangi einfaldlega ekki upp, enda minnkar samkeppni á markaði. Nokkuð sem fjármálaráðherra hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum og vakið hefur athygli.

Slíkur samruni getur hins vegar bætt hag neytenda þrátt fyrir að samkeppni minnki samkvæmt hefðbundnum mælikvörðum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bendir á þetta í leiðbeiningum sínum um lárétta samruna þar sem kemur fram að í ákveðnum tilfellum megi réttlæta samruna þrátt fyrir samkeppnishömlur þar sem hagkvæmni sem hlýst af samruna vegur upp neikvæðu áhrifin af samþjöppun. Vísaði bankastjóri Arion til þessa í bréfi til

...