Jón Sigurður Snæbjörnsson fæddist 6. október 1939 á Jaðri, Vallanesi. Hann lést á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað 10. febrúar 2025.

Foreldrar hans voru hjónin Snæbjörn Jónsson frá Vaði, f. 16. september 1902, d. 13. maí 1972, og Gróa Kristrún Jónsdóttir frá Litla-Sandfelli, f. 31. ágúst 1905, d. 24. janúar 1997. Bræður hans voru Bjarni, f. 4 febrúar 1941, d. 29. júlí 2024 og Einar Arnþór, f. 31. mars 1942, d. 10. júlí 2016. Fósturbróðir þeirra var Kjartan Runólfsson, f. 31. mars 1932, d. 21. september 2022.

Eiginkona Jóns: Sigríður Laufey Einarsdóttir, f. 26. apríl 1942, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru:

1) Laufey Sigríður, f. 9. apríl 1961, maki Pétur Hans Pétursson, f. 16. janúar 1960, börn þeirra eru Brynjar, f. 18. september 1992, sambýliskona Bryndís Ýr Gísladóttir, dóttir þeirra

...