Hetjan Alphonso Davies fagnar dýrmæta markinu sínu í gær.
Hetjan Alphonso Davies fagnar dýrmæta markinu sínu í gær. — AFP/Alexandra Beier

Bayern München frá Þýskalandi tryggði sér í gær sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta með jafntefli gegn skoska liðinu Celtic, 1:1, á heimavelli. Bayern vann fyrri leikinn 2:1 og einvígið samanlagt 3:2. Varamaðurinn Alphonso Davies var hetja þýska stórliðsins því hann skoraði sigurmarkið í einvíginu á fjórðu mínútu uppbótartímans.

Bayern mætir Atlético Madríd eða ríkjandi Þýskalandsmeisturum Leverkusen í næstu umferð.

Það var einnig dramatík þegar Benfica frá Portúgal tryggði sig áfram gegn Mónakó á heimavelli. Urðu lokatölur í Portúgal 3:3 og fór Benfica áfram þar sem liðið vann útisigur í fyrri leiknum, 1:0. Tyrkinn Orkun Kökcu var hetja Benfica því hann skaut liðinu áfram með marki á 86. mínútu. Benfica mætir Liverpool eða Barcelona í 16 liða úrslitum.

...