Heilsuvera ætti að einfalda okkur öllum lífið og allar heilsugæslur ættu að vera skikkaðar til að nota hana fyrir tímabókanir.

Andrea Ævarsdóttir
Andrea Ævarsdóttir
Klukkan er 8:28 á föstudagsmorgni.
Ég sit í bílnum með eldri syni mínum og er nýbúin að skutla þeim yngri í skólann.
Andskotinn, ég ætlaði að panta tíma hjá lækni! Ég ríf upp símann og hringi í heilsugæsluna, vitandi innst inni að þetta er vonlaust mál. Ég er ekki númer neitt í röðinni. Það þýðir bara eitt. Allir tímar í næstu viku eru farnir og ég þarf að bíða í heila viku til að eiga möguleika á að panta tíma í þarnæstu viku.
„Heilsugæslan,“ svarar rödd á hinum endanum.
„Daginn, ég þarf að fá tíma hjá lækni,“ segi ég, vitandi vel að það er ekki að fara að gerast.
„Því miður eru allir tímar í næstu
...