ÍBV Sigurður hættir með kvennalið ÍBV í vor eftir sjö ára samstarf.
ÍBV Sigurður hættir með kvennalið ÍBV í vor eftir sjö ára samstarf. — Ljósmynd/Kristinn Steinn

Sigurður Bragason lætur af störfum sem þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Þetta tilkynntu Eyjamenn á samfélagsmiðlum sínum í gær en Sigurður hefur stýrt kvennaliðinu frá árinu 2018. Magnús Stefánsson mun taka við þjálfun kvennaliðsins af Sigurði en hann hefur stýrt karlaliði félagsins frá árinu 2023. ÍBV varð bikarmeistari undir stjórn Sigurðar árið 2023 og einnig deildarmeistari sama ár.