
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Jón G. Hauksson, einn reynslumesti blaðamaður landsins, hefur opnað nýjan vef, Grafarvogur.net, sem hann hyggst uppfæra daglega með nýjum fréttum og fróðleik. Vefurinn verður öllum opinn.
Jón lauk námi í viðskiptafræði árið 1980 og leiddist fyrir tilviljun út í blaðamennsku vorið 1982. Hann var ritstjóri Frjálsrar verslunar í aldarfjórðung, tímabilið 1992 til 2017, og hefur því mikla þekkingu á viðskiptalífinu.
Jón segist munu flytja fréttir af vettvangi viðskipta en aðaláherslan á hinum nýja vef verði á fréttir úr Grafarvogi og nærliggjandi hverfum. „Vefurinn er hugsaður sem eins konar samnefnari frétta af svæðinu,“ segir Jón og bætir við að fram undan sé uppbygging ríflega 20 þúsund manna íbúabyggðar á Ártúnshöfða,
...