Flokkur fólksins lagðist gegn því að ríkisskattstjóri afhenti samskipti sín og flokksins vegna skráningar stjórnmálasamtaka og meðfylgjandi vinnugögn samkvæmt upplýsingabeiðni með vísan til upplýsingalaga
Gögnin Tilkynning og flokkssamþykktir þóttu ófullnægjandi.
Gögnin Tilkynning og flokkssamþykktir þóttu ófullnægjandi.

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Flokkur fólksins lagðist gegn því að ríkisskattstjóri afhenti samskipti sín og flokksins vegna skráningar stjórnmálasamtaka og meðfylgjandi vinnugögn samkvæmt upplýsingabeiðni með vísan til upplýsingalaga.

Beiðnin barst 26. janúar, en Skatturinn leitaði 7. febrúar eftir afstöðu flokksins til þess hvort samskipti hans við ríkisskattstjóra væru þess eðlis að sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt skyldu fara eða ekki.

Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að 10. febrúar hafi flokkurinn lagst gegn því, en ríkisskattstjóri komst eftir sem áður að þeirri niðurstöðu að gögnin skyldu afhent.

Andstaða Flokks fólksins kemur á óvart í ljósi þess að flokkurinn segist ekkert hafa að fela og aðeins smávægilegir formgallar hafi komið í veg fyrir skráningu hans sem stjórnmálasamtaka, en það er forsenda lögmætra framlaga úr ríkissjóði.

Tilvist

...