Netflix er svolítið eins og Facebook, mjög misjafnt að gæðum og löðrandi í meðalmennsku. En það er samt fínt í fyrirhafnarlausa af­þreyingu, þegar maður kemur úrvinda heim úr vinnunni á kvöldin og vantar strokleður á heilann
La Palma Móðir náttúra skvettir í sig á Kanarí.
La Palma Móðir náttúra skvettir í sig á Kanarí. — Netflix

Andrés Magnússon

Netflix er svolítið eins og Facebook, mjög misjafnt að gæðum og löðrandi í meðalmennsku. En það er samt fínt í fyrirhafnarlausa af­þreyingu, þegar maður kemur úrvinda heim úr vinnunni á kvöldin og vantar strokleður á heilann.

Náttúruhamfararöðin La Palma er fínt dæmi um það. Maður er ekkert að flýta sér að pósta henni í spjallþráðinn í sínum hópi, en maður sér ekkert eftir því að horfa á hana heldur. Sem kannski er dæmi um örvæntingarfulla væntingastjórnun miðaldra manns.

Það sakar ekki að sögusviðið er að hluta í Nýja-Íslandi á Kanaríeyjum og íslenski eldfjallafræðingurinn Haukur (Ólafur Darri Ólafsson) í lykilhlutverki þó það endi allt með tárum. Plottið er um það bil það að eldfjallið á La Palma brotnar, en jarðskriðan veldur svo móður allra flóðbylgna.

Það er margt fínt við þessa fjögurra þátta röð um örlög norskrar fjölskyldu á sólarströnd, þó að

...