
Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Klasa, segir hækkun gatnagerðargjalda í Reykjavík fela í sér að skattar og gjöld á nýjar íbúðir verði samanlagt 5,5 milljónir. Miðað er við meðalíbúð sem Klasi byggir á Ártúnshöfða.
„Það sagði í bókun meirihlutans í borgarráði fyrr í þessum mánuði [í tilefni af hækkun gatnagerðargjalda] að gatnagerðargjöld í Reykjavík yrðu í flestum flokkum jafn há eða lægri og hjá öðrum sveitarfélögum. Það er ekki rétt,“ segir Ingvi.
Verður mun hærri í Reykjavík
„Með hækkun gatnagerðargjalda og aukinni gjaldtöku á kjallararými og bílastæði í kjallara verður gjaldtakan í Reykjavík almennt mun hærri en í öðrum sveitarfélögum. Þetta er að mínu mati miklu stærra mál en ætla hefur mátt af umræðunni og menn gera sér mögulega grein fyrir. Þessar hækkanir munu hafa
...