Andstæður nefnist sýning sem Fókus – Félag áhugaljósmyndara opnar í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi 11 á morgun, fimmtudag, kl. 16.30. Félagið var stofnað 1999 „af hópi áhugaljósmyndara til þess að rækta áhugamálið, stunda jafningjafræðslu…

Gras Ein myndanna á sýningunni.
Andstæður nefnist sýning sem Fókus – Félag áhugaljósmyndara opnar í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi 11 á morgun, fimmtudag, kl. 16.30. Félagið var stofnað 1999 „af hópi áhugaljósmyndara til þess að rækta áhugamálið, stunda jafningjafræðslu og njóta félagsskapar hvers annars óháð aldri og störfum. Mikill metnaður er lagður í að tryggja gæði sýningarinnar, m.a. með því að fá faglærðan sýningarstjóra, Díönu Júlíusdóttur, til að halda utan um sýninguna. Hún er með meistarapróf í listum og menningu með áherslu á ljósmyndun,“ segir í viðburðarkynningu. Þetta árið taka 38 áhugaljósmyndarar þátt í sýningunni og er hluti þeirra að sýna verk á sýningu í fyrsta sinn. Sýningin stendur til 15. mars.