
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Nemastofa atvinnulífsins hefur verið í samstarfi við Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík undanfarin ár og á nýliðinni nýsveinahátíð IMFR veitti hún þremur fyrirtækjum, Brimborg, Kjarnafæði norðlenska hf. og Securitas, viðurkenningu fyrir framlag þeirra til starfsmenntunar í landinu. Slíkar viðurkenningar eru veittar til fyrirtækja og iðnmeistara, sem hafa náð góðum árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað, og hafa verið árviss viðburður frá stofnun Nemastofu 2022.
Samtök í atvinnulífinu, sem standa að Iðunni fræðslusetri og Rafmennt, stofnuðu Nemastofu atvinnulífsins með það fyrst og fremst að markmiði að hjálpa til og stuðla að fjölgun faglærða í atvinnulífinu, að sögn Ólafs Jónssonar, forstöðumanns Nemastofu. „Það er áhugavert hvað þessi þróun hefur
...