Nemastofa atvinnulífsins hefur verið í samstarfi við Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík undanfarin ár og á nýliðinni nýsveinahátíð IMFR veitti hún þremur fyrirtækjum, Brimborg, Kjarnafæði norðlenska hf
Uppbygging Ólafur Jónsson, forstöðumaður Nemastofu atvinnulífsins, hrósar vinnustaðanámi fyrirtækja.
Uppbygging Ólafur Jónsson, forstöðumaður Nemastofu atvinnulífsins, hrósar vinnustaðanámi fyrirtækja.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Nemastofa atvinnulífsins hefur verið í samstarfi við Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík undanfarin ár og á nýliðinni nýsveinahátíð IMFR veitti hún þremur fyrirtækjum, Brimborg, Kjarnafæði norðlenska hf. og Securitas, viðurkenningu fyrir framlag þeirra til starfsmenntunar í landinu. Slíkar viðurkenningar eru veittar til fyrirtækja og iðnmeistara, sem hafa náð góðum árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað, og hafa verið árviss viðburður frá stofnun Nemastofu 2022.

Samtök í atvinnulífinu, sem standa að Iðunni fræðslusetri og Rafmennt, stofnuðu Nemastofu atvinnulífsins með það fyrst og fremst að markmiði að hjálpa til og stuðla að fjölgun faglærða í atvinnulífinu, að sögn Ólafs Jónssonar, forstöðumanns Nemastofu. „Það er áhugavert hvað þessi þróun hefur

...