
— Skjáskot/Instagram
Loretta, 104 ára kona í New York, strikaði nýverið eitt atriði út af laupalistanum sínum (e. Bucket list) með heimsókn í fangelsi. Lögreglan í Livingston-sýslu varð við ósk hennar og bauð henni í skoðunarferð um fangageymslurnar. „Áður en við lögðum af stað í skoðunarferðina fögnuðum við með kaffi og köku,“ sagði lögreglan í netfærslu, en starfsfólk fangelsisins skemmti sér konunglega með afmælisbarninu. Spurð um leyndarmálið að löngu lífi svaraði hún hlæjandi: „Skiptu þér ekki af málum annarra!“ Nánar um málið í jákvæðum fréttum á K100.is.