Vegna beinnar þáttöku Rapyd í stríðinu á Gaza mega lögaðilar á Íslandi ekki eiga viðskipti við það skv. úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag.
Björn B. Björnsson
Björn B. Björnsson

Björn B Björnsson

Ísraelska fjármálafyrirtækið Rapyd keypti íslenska fyrirtækið Valitor árið 2021 og breytti nafni þess í Rapyd Europe. Útibúið á Íslandi er alfarið í eigu Rapyd og stjórnarformaður þess er jafnframt forstjóri Rapyd í Ísrael.

Rapyd er mjög þjóðernissinnað ísraelskt fyrirtæki sem hefur stutt hernað Ísraels á Gaza með orðum og aðgerðum. Það kemur því ekki á óvart að Rapyd stundar viðskipti á hernumdum svæðum Ísraels í Palestínu, svonefndum landtökubyggðum.

Úrskurður Alþjóðadómstólsins

Árið 2022 beindi allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (þar á meðal Ísland) spurningum til Alþjóðadómstólsins í Haag vegna hernumdu svæða Ísraels í Palestínu.

Síðastliðið haust skilaði dómstóllinn niðurstöðu þar sem segir afdráttarlaust

...