Gleraugu sem Barry Humphries notaði í hlutverki sínu sem Dame Edna Everage seldust á uppboði hjá Christie’s fyrir tæplega 6,7 milljónir íslenskra króna. Þessu greinir BBC frá

Barry Humphries sem Dame Edna.
Gleraugu sem Barry Humphries notaði í hlutverki sínu sem Dame Edna Everage seldust á uppboði hjá Christie’s fyrir tæplega 6,7 milljónir íslenskra króna. Þessu greinir BBC frá. Þar kemur fram að fyrirfram var búist við því að hæsta boð fyrir gleraugun yrði aldrei meira en 265 þúsund krónur. Humphries lést 89 ára að aldri árið 2023. Dame Edna var vinsælasta persónan sem hann lék og öðlaðist miklar vinsældir á síðustu áratugum síðustu aldar.